- Kjarni 21 kennslustund
1. Vistakstur – öryggi í akstri!
Nemandinn þekki hugmyndafræði vistaksturs, hvernig lágmarka má eldsneytiseyðslu og mengun og auka allt umferðaröryggi með réttu aksturslagi.
2. Lög og reglur!
Nemendur þekki lög og reglur varðandi vöru- og farþegaflutninga, um stórar bifreiðar sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.
3. Umferðaröryggi – bíltækni!
Nemendur þekki vegakerfi landsins og gatnakerfi þéttbýlis, breytilegar ytri aðstæður, s.s. veður, umferðarþunga o.s.frv.. Einnig tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir.
- Valkjarni (velja um annað hvort eða bæði)
4. Farþegaflutningar
Nemendur rifja upp atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.s.frv.. Nemendur þekki ákvæði í lögum og reglum um flutninga farþega og sérbúnað hópbifreiða.
Bílstjóri með réttindi til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni getur tekið annað þessara námskeiða eða bæði. Taki bílstjóri 7 stunda námskeið í valkjarna, verður hann að bæta við sig 7 kennslustundum í vali (sjá síðar).
5. Vöruflutningar
Nemendur rifji upp helstu reglur um frágang hvers konar farms, ábyrgð bílstjóra hvað varðar meðferð farms og öryggi annarra vegfarenda m.t.t. flutningsins. Einnig skulu reglur um farm- og fylgiskjöl rifjaðar upp, notkun þeirra og meðhöndlun bæði innanlands og á milli landa eftir því sem við á.
Val (7 stundir)
6. Fagmennska og mannlegi þátturinn
Nemendur skilji að þekking og færni er undirstaða fagmennsku og þekki þá þætti daglegs lífs og starfsumhverfis sem hafa áhrif á öryggi þeirra, heilsufar, andlega og líkamlega líðan. Nemendur þekki einkenni þreytu og streitu og viðbrögð þar við. Þeir skilji ferli skynjunar, hegðun fólks í umferðinni og mikilvægi sálrænna þátta í umferðar- og vinnuslysum. Með lotunni er m.a. stefnt að því að nemendur:
7. Skyndihjálp
Nemendum eru kynnt viðbrögð á slysstað og hagnýt atriði í tengslum við skyndihjálp almennt og sérstaklega í tengslum við umferðarslys. Atvinnubílstjórar koma trúlega oftar en almennir vegfarendur að umferðarslysum og því nauðsynlegt að þeir séu skjótráðir, t.d. við að veita skyndihjálp, stjórna umferð eða kalla til lögreglu og sjúkralið.
Endurmenntun atvinnubílstjóra skal hafa það að markmiði að hann:
- Hafi menntun og hæfi sem krafist er
- Búi við aukið öryggi í starfi sem og að öryggi almennt á vegum aukist
- Sé meðvitaður um öryggisreglur sem fylgja skal við akstur sem og þegar ökutækið er kyrrstætt
- Bæti varnarakstur sinn, þ.e. sjái fyrir hættur og taki tillit til annarra vegfarenda. Þetta helst í hendur við minni eldsneytiseyðslu og mengun sem á að hafa jákvæð áhrif á flutninga á vegum og samfélagið í heild
- Rifji upp, endurnýi og bæti við þekkingu sem nauðsynleg er í starfi
Hér getur þú séð stöðu þinna réttinda :
https://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/endurmenntun-atvinnubilstjora/