Flýtilyklar
Endurmenntunarnámskeið hefjast í lok ágúst
Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóara hefjast að nýju í lok ágúst. Innan skamms mun birtast hér á síðunni og í auglýsingum nánari tímaseting en um er að ræða námskeið sem atvinnubílstjórar þurfa að hafa lokið nú í haust til að halda sínum atvinnuréttindum.
Kjarnafög námskeiðsins eru 21 kennslustund þar sem m.a. er fjallað um vistakstur, lög og reglur, umferðaröryggi, bíltækni, farþega- og vöruflutninga en að auki eru valfög 7 kennslustundir.
Endurmenntun atvinnubílstjóra skal hafa það að markmiði að hann:
• Hafi menntun og hæfi sem krafist er
• Búi við aukið öryggi í starfi sem og að öryggi almennt á vegum aukist
• Sé meðvitaður um öryggisreglur sem fylgja skal við akstur sem og þegar ökutækið er kyrrstætt
• Bæti varnarakstur sinn, þ.e. sjái fyrir hættur og taki tillit til annarra vegfarenda. Þetta helst í hendur við minni eldsneytiseyðslu og mengun sem á að hafa jákvæð áhrif á flutninga á vegum og samfélagið í heild
• Rifji upp, endurnýi og bæti við þekkingu sem nauðsynleg er í starfi
Hægt er að senda inn rafræna skráningu á námskeiðið hjá AKTU ökuskóla. Umsóknina er hægt að opna með því að smella hér